Skilmálar

Vöruskil á ógölluðum vörum:

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við almenn vörukaup nema á útsöluvörum eða vörum á sértilboði. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Ábyrgð:

Allar almennar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru seldar með 6-12 mánaða ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra.

Takmörkun á ábyrgð:

Ábyrgð fellur úr gildi:

 1. Ef aðrir en starfsmenn Smarfix ehf. hafa reynt að gera við vöruna án leyfis Smarfix ehf.

 2. Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.

 3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin

 4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Smartfix ehf. eða skemmst í flutningum

 5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður

 6. Ef varan hefur verið seld öðrum aðila á ábyrgðartíma

 Ábyrgð er ekki tekin á:

 1. Eðlilegu sliti vörunnar

 2. Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tækja og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska.

 3. Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru.

 Skilmálar verkstæðis / þjónustudeildar:

 1. Engin ábyrgð er tekin á gögnum í þeim tækjum sem unnið er við, enda er það á ábyrgð og kostnað hvers eiganda að taka afrit af gögnum á sínu tæki.

 2. Vinna á verkstæði er samkvæmt tímagjaldi.

 3. Ef bilun kemur ekki fram við skoðun má innheimta sérstakt skoðunargjald.

 4. Ef vara sem komið er með til ábyrgðarviðgerðar reynist ekki biluð eða viðgerð fellur ekki undir ábyrgðarskilmála, þarf eigandi að greiða fyrir þann tíma sem farið hefur í viðgerðina.

 5. Ráðleggingar frá starfsmönnum verslunar og þjónustusviðs eru aðeins til upplýsinga en fela ekki í sér ábyrgð þeirra eða Smartfix ehf.

 6. Ábyrgð á varahlutum er 3-6 mánuðir eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra.

 7. Símar sem eru lánaðir út eru á ábyrgð notanda.

Í öllum tilvikum er reynt að hafa viðgerðartíma sem stystan. Algengur viðgerðartími getur verið frá 1-5 virkum dögum, allt eftir verkefnastöðu verkstæðis hverju sinni. 

Skilmálar viðgerðarsíma:

Sé búnaðurinn ekki sóttur innan þriggja mánaða frá verklokum verður ekki hægt að ábyrgjast afhendingu, skv. 38. gr. laga nr. 42/2000.

Gögn verða einungis afrituð að beiðni viðskiptavinar og eftir því sem við verður komið tæknilega. Athugið að engin ábyrgð er tekin á gögnum.

Hreinsunargjald er innheimt þegar um er að ræða hreinsun á síma t.d vegna bleytu- eða rakaskemmda. Þetta gjald þarf að greiða hvort sem hreinsun ber árangur eða ekki. Engin ábyrgð er borin á hreinsun.

Ekki er tekin ábyrgð á frekari ófyrirséðum bilunum sem geta komið upp við viðgerð enda þegar bilað tæki er tekið til viðgerðar þá getur fleira verið að en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Fyrirvari:

Hafi framleiðandi símans gefið upp vatnsvörn skv. IEC staðli 60529 mun hún ekki halda sama styrk eftir að sími hefur verið opnaður vegna viðgerðar. Við viðgerð sem krefst opnunar eins og t.d. vegna skjáviðgerðar er ávallt sett vatnsþétt lím til þéttingar við lokun. Þrátt fyrir það er ekki hægt að tryggja sömu þéttni eftir viðgerð.

Tækið verður ekki afhent nema með framvísun viðgerðabeiðnar.

Verð, skattar og gjöld:

Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 24% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Eignarréttarfyrirvari:

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Skilmálar þessir eru verslunarskilmálar Smartfix ehf og tóku gildi þann 1. desember 2018.  Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar (kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda (Smartfix ehf)

Lögheimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

Afhending vöru:

Allar vörur er hægt að skoða og versla í Bolholti 4, 105 Reykjavík. Opið er alla virka daga milli kl 10-18 og laugardaga frá 11-14

Hægt er að fá vörur sendar með póstinum eða í flugfrakt og miðast þá verð við gjaldskrá viðkomandi flutningsaðila.


Fyrirspurnir?

Ekki hika við að senda okkur línu á info@smartfix.is eða bjalla í síma 534-1400. Verslunin er opin alla virka daga milli kl 10-18.

Gerstu vinur okkar á Facebook og @smartfixehf á Twitter. Þar birtum við tilkynningar til viðskiptavina okkar.

Um fyrirtækið:

Smartfix ehf.
Kt.: 481118-1070
Brnr.: 537-26-3021
Vsknr. 133093
Sími: 534-1400
Heimilisfang: Bolholt 4
Netfang: info@smartfix.is
Veffang: www.smartfix.is
Opnunartími: Virka daga milli kl 10-18