hendur2.jpg

Um okkur

 

Þjónusta án vandræða

SmartFix leitast við að bjóða góða og snögga þjónustu. Við höfum á að skipa mjög færum starfmönnum sem leggja metnað sinn í að klára málin á sem skemmstum tíma.

Skjáskipti og viðgerð á helstu álagshlutum í símum og spjaldtölvum tekur innan við 2 daga. Gagnabjörgun innan við viku.

Við gerum við allar tegundir snjallsíma og spjaldtölva og þú getur verslað ýmislegt nytsamlegt fyrir símann og spjaldið þitt hjá okkur. Síðast en ekki síst getur þú látið prenta þína uppáhalds mynd á hulstrið þitt.

 Líttu við hjá okkur í Bolholti 4.

 
 

Starfsfólk

hendur2.jpg

Sebastian Stefanowicz

Sebastian er verkfræðingur að mennt. Hann getur lagað hvað sem er. Hann er dverghagur, brosmildur og klárar verkin á mettíma.

begga2.jpg

Bergljót Kristinsdóttir

Begga kann á tölur og excel og alls konar sem fylgir því. Hún passar upp á að allt rúlli samkvæmt uppskrift. Hún er Land- og viðskiptafræðingur.

bensi.jpg

Benedikt Reynir Andrésson

Bensi er framúrskarandi búðarmaður og flínkur í viðgerðum á snjalltækjum. Hann er líka menntaður rafvirki. Hann hjálpar þér að finna bestu lausnina á þínu vandamáli. Láttu á það reyna.