Um frisbígolf

 

Um Innova diska

Frisbígolf diskar eru margir og mismunandi.

Frisbígolf diskar hafa mismunandi eiginleika og fyrst má flokka þá í:

  • Púttera: sem eru hannaðir til að fljúga stuttar vegalengdir beint,

  • Mid-range: sem fljúga hraðar og lengra en pútterar en fljúga þó tiltölulega beint

  • Stutta drivera: (Fairway drivers) sem eru orðnir hraðari, refsa meira fyrir misheppnuð köst, en bjóða samt upp á góða stjórn á fluginu.

  • Langa drivera: (Distance drivers) , þetta eru sleggjurnar sem hafa möguleikann á að fljúga lengst, en kalla á meiri færni, meiri snúning og geta refsað mikið fyrir misheppnuð köst.

Innova númerakerfi yfir eiginleika diska á forminu 0|0|0|0.

Alltaf er miðað við að rétthentur spilari kasti með bakhönd.

Fyrir örvhenta og þá sem kasta forhönd snýst þetta við, vinstri verður hægri og öfugt.

  • Fyrsta talan: segir hversu hraður(straumlínulagaður) er diskurinn, og er frá 1 upp í 14, semsagt hversu hratt þarf diskurinn að snúast til að uppgefnir eiginleikar njóti sín.

  • Önnur talan: segir til um svif disksins(glide) og er frá 1 upp í 6. Sem dæmi mætti segja að múrsteinn sé með 0 í glide.

  • Þriðja talan: segir hvernig diskurinn flýgur á hraða fluginu meðan hann er á fullum snúning, er frá -5 upp í 1. Diskur sem er með mikið í mínus vill beygja til hægri á hraða fluginu, diskur með 0 flýgur beint á hraða fluginu.

  • Fjórða talan: segir hvað diskurinn gerir þegar hann missir snúning og hraða og er frá 0 upp í 5. Allir diskar falla til vinstri, bara mismunandi mikið. Diskur með 0 getur flogið nánast beint alla leið, meðan diskur með 5 byrjar að leita mikið til vinstri.

Flugeiginleikar diska

Stable/Straight

Stable is a term that describes the overall flight pattern of golf discs, i.e. where they land compared to their starting point.

  • Great for beginners but also found in the bags of many pros.

  • Tend to fly straight when thrown flat, straight and with average power.

  • Very consistent.

  • Indispensable.

Understable

Understable discs are the most beginner friendly.

  • They turn in the direction of their spin during the initial stages of their flight when thrown flat, straight and with average power. Towards the end of their flight as they lose speed, all spinning discs tend to fall in the opposite direction of their spin, but not so much for understable discs. Therefore...

  • RHBH (right handed back hand) throws will spin right and turn to the right. Opposite for lefties, i.e. LHBH (left hand back hand) throws will spin left and turn left.

  • They turn in proportion to the speed of release. RHBH fast released discs fly in the direction of their spin longer and further before they eventually tail off to the left at the end of their flights, therefore ending much more to the right compared to their starting point. Slower released discs will not see much movement in the direction of their spin, fly rather straight and then quickly fall opposite the direction of their spin as they lose speed, i.e. ending less to the right compared to the starting point.

  • Great for beginners but also used by pros and experienced players for various specialty shots.

  • Easiest for new players to control.

  • Provide the most distance for beginning disc golfers.

  • Use them for anhyzer shots on a dogleg right or for roller shots.

  • Generally not used in a headwind as they are too unpredictable.

Overstable

Overstable is a term that describes the overall flight patterns of golf discs, i.e. where they land compared to their starting point.

  • Overstable discs are recommended for players with experience.

  • Comparable to a 'Hook' in ball golf.

  • Fade opposite the spin (hook) when thrown flat, straight and with average power. Which means...

  • RHBH (right hand back hand) throws spin right and fade left (hook). Opposite for lefties, i.e. LHBH (left hand back hand) throws spin left and turn right.

  • Fade in proportion to the speed of release. Fast released discs fly rather straight at the beginning of their flight until they lose speed and start to fade off to the left toward the end of their flight, hence ending more left compared to their starting point. Slower released discs won’t fly very far before fading left very quickly (sharp hook).

  • The faster the speed of release, the less overstable, i.e. the less sharp the fade or hook.

  • The slower the speed of release, the more overstable, i.e. the sharper the fade or hook.

  • The more overstable a disc, the greater the tendency to fade opposite the direction of the spin (sharp hook).

  • Great choice when you need a disc that finishes hard left, (for RHBH).

  • Typically used by strong arm high speed throwers.

  • Work well against the wind.

  • The more overstable, the greater wind they can handle.

  • Work well for skip shots.

Plastið

Diskar fást í mismunandi plasti og plastið getur haft áhrif á eiginleika disksins og er oft smekksatriði hvaða plast spilurum líkar best við. DX- er ódýrasta plastið, hefur gott grip en diskarnir eru fljótir að tapa upprunalegum eiginleikum sínum. Þetta er bæði kostur og galli, það sem gerist er að síðustu tvær tölurnar lækka sem gerir það að verkum að segja má að diskurinn fljúgi beinna eftir því sem hann eldist.

  • Pro- er svipað og DX en heldur eiginleikum sínum lengur. Pro plastið þykir hafa mjög gott grip.

  • R-Pro er mýkri og gúmmíkenndara plast, með frábært grip. Diskarnir eru linari og þetta er mjög vinsælt í Pútterum og Mid-range diskum, en mörgum finnst það of mjúkt fyrir Drivera.

  • Champion- er sterkasta plastið, diskarnir halda eiginleikum sínum jafnvel í mörg ár. Það er hinsvegar sleipara en önnur og mörgum finnst gripið ekki nógu gott.

  • Star- er sennilega besta plastið, það sameinar gott grip og góða endingu.

  • G-Star er mýkri útgáfa af Star plastinu.

Leikreglur

Frisbígolf á rætur að rekja til golfíþróttarinnar. Það er spilað svipað og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Diskarnir eru sérhannaðir fyrir íþróttina og eiga lítið skylt við almenna kastdiska.

Takmarkið með leiknum er að koma disk í sem fæstum köstum í þar tilgerða körfu.

Frisbígolfvöllur er oftast 9 eða 18 brautir. Leikið er í hollum, 1 - 4 leikmenn í holli. Ávallt skal sýna tillitsemi við gangandi vegfarendur og hollið fyrir framan. Ekki má kasta disk fyrr en fólk er farið úr högglengdarfjarlægð. Á fyrsta teig er samið um leikröð, eftir það byrjar sá sem átti fæst högg á síðustu braut. Ef tveir eru jafnir þá ræður röð þeirra á síðasta teig.
Fyrsta kasti er kastað fá fyrsta teig. Næsta kast er tekið þar sem diskurinn lendir. Merki (marker) er sett niður og sá fótur sem ber mesta þyngd í kasti staðsettur innan 30 sm fyrir aftan og til hliðar við merkið fyrir næsta kast. Hinn fóturinn má vera hvar sem er bara ekki fyrir framan merki. Sá kastar næst sem er lengst frá körfu.

Leyfilegt er að fylgja eftir kasti fram fyrir kastlínu, þó ekki innan við 10 metra frá körfu. Þá má ekki falla fram fyrir sig til að halda jafnvægi í pútti. Ef diskur festist í runna eða tré í meira en 2 metra hæð er hann settur á jörðina beint fyrir neðan þann stað sem hann var tekinn frá og kastað þaðan. Ef diskur lendir á stað þar sem ekki er hægt að kasta er hann færður stystu leið út þó ekki nær körfu og leikmaður fær eitt refstistig.

Hvítar stikur á velli merkja vallarmörk (OB = out of bounce) og þarf leikmaður að endurtaka kastið ef diskur lendir OB með tveimur refsistigum, þ.e. tekur þriðja kast.

Vellir

Hér bendum við á vefsíðu Folf á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um frisbígolfvelli á Íslandi.

Hvít mynd ferningur.jpg